Rúna Vala...hin eina sanna, enjoy...  

Gestabókin



Eldri blogg:





sendu mér póst
mánudagur, febrúar 02, 2004

Talandi um góða byrjun á góðum degi (eða hitt þó heldur). Ég var í sakleysi mínu að gera mig til fyrir skólann í Thaibuxunum mínum þvæi fyrsti tíminn var jóga. Ég hélt á nýja thermo kakó/te/kaffikönnunni minni og í henni var heitt (heittheitt) te. Ég tók tepokann uppúr og þá gerði kannan sér lítið fyrir að renna úr höndunum á mér og allt heita (heitaheita) teið helltist yfir mig. Ekki nóg með að nú voru thaibuxurnar mínar teblautar (og þær einu sem ég hafði með mér hjá pabba sem ég hefði getað notað í jóga) þá brenndi ég mig illilega rétt fyrir neðan ökkla (þið vitið, þar sem er ekki hægt að komast hjá að skórinn nuddi mann). Ég fór í gallabuxur og skipti um sokka, tróð mér í skóna og staulaðist út á stoppistöð með nýtt te í könunni (fékk mig þó ekki til að bragða á því og það var orðið volgt þegar í skólann kom) Ég fór semsagt til hjúkkunnar í staðinn fyrir jóga og nú sit ég hérna og skrifa þetta í staðinn fyrir að vera að styrkja líkama minn og andlegheit. Takk, pabbi, fyrir að bjóða mér að keyra mig í skólann!!!


skrifað af Runa Vala kl: 10:30

Comments: Skrifa ummæli
© Sigrún Vala